Færsluflokkur: Bloggar

Þúsund þúsundir

Það er ruglandi hvernig fleirtölu orðsins þúsund er beitt á mismunandi vegu. Maður segir "tvöþúsund" manns, en í þessari frétt les ég um "tugþúsundir" ferðamanna. Eru það ekki tugþúsund? Ekki á ég "tvöþúsundir" króna.
mbl.is ESB-ríkin sýni Íslendingum samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Regluverkir

Mig minnir nú að kreppan á Íslandi hafi ekki síst verið slæm vegna þess að reglurnar sem fyrir hendi voru voru brotnar, ekki vegna þess að þær skorti. Svo er heldur aumt að þurfa reglugerðir fyrir þessar stofnanir, þegar virkasta leiðin til að refsa þeim er að hætta að stunda viðskipti við þær. Hugsa sér ef við tækjum öll peningana okkar úr "spilltu" bönkunum og notuðum enga þeirra í verslunum Haga og viðlíka fyrirtækja. Þá væri aldeilis babb í bátum bankamanna.
mbl.is Hið sorglega dæmi frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afstæði hraða

Það er enginn algildur hraði. Á jöfnum hraða úti í geimi gæti manni allt eins sýnst maður sjálfur kyrrstæður og allt annað hreyfast í kringum mann. Það eru jú eindir frá stjörnum hist og her á fleygiferð um himingeiminn, og það fer bara eftir eigin ferðarhraða hversu hratt þær ferðast - fyrir okkur á jörðinni er það mjög hratt. Ef við stefnum annað og förum á öðrum hraða eru bara nýjar eindir úr nýjum stefnum sem við þurfum að hafa áhyggjur af.
mbl.is Sársaukafullt að nálgast ljóshraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri viðkvæmnin

Ef ég skil þá rétt þá eru þeir að segja að þetta séu góðar hugmyndir sem munu leiða til hagræðingar og draga úr kostnaði ríkisreksturs en vegna þess að þær eru gerðar of stuttu fyrir áramót eigi að vísa þeim frá.

Hefur ekki einhver hér séð Yes Minister?


mbl.is Vilja láta vísa skattamálinu frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og myndband :)


mbl.is Sló Berlusconi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðrétting

Öreindahraðallinn heitir LHC, Large Hadron Collider, en stofnunin sem smíðar hann og rekur heitir CERN, fyrr Conseil Européen pour la Recherche Nucléaire en nú European Organization for Nuclear Research. Svo reikna ég með að hraðallinn sé stórt mannvirki.

 

En hvað sem því líður hlakka ég til þegar apparatið verður gangsett! (Sem er kannski aðal leiðréttingin: Hraðallinn er ekki kominn í gang, þótt prófanir séu hafnar. Það sem hann á að gera er að skella saman tveimur öreindageislum og rannsaka brakið, þangað til þeir árekstrar hefjast er ekki mikið "í gangi".) 


mbl.is Öreindahraðallinn aftur í gang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og neytendur?

Er Arnar ekki að gleyma að þetta eru hreint ekki óvinsælar fréttir? Ef eftirspurn er til staðar sprettur framboðið upp - það má varla banna það. Mér er svosem alveg sama hvað fólk gerir sér til dægradvalar, svo lengi sem það er mér ekki horn í síðu, en ég sleppi því alveg að lesa visir.is, til dæmis af þessari ástæðu, alveg eins og sumir lesa visir.is einmitt út af því að þessar fréttir má finna þar. Svo, ég held að Arnar hoppi alveg yfir langsterkasta hvatann í allri þessari hringekju, eftirspurnina sjálfa, sem þarf að linna áður en framboðið hverfur.

 

Sem er alveg óháð því hversu ofsalega sorglegar mér finnast svona fréttir, sömuleiðis háttalag fólksins sem les þær. 


mbl.is Hvað er þetta annað en kvenfyrirlitning?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"efasemdamenn"

Það voru ekki efasemdamenn sem spáðu heimsendi, heldur fólk með algera vanþekkingu á eðlis- og tölfræði. Röksemdum á borð við "annað hvort verður heimsendir eða ekki, svo það hljóta að vera 50-50 líkur" var fleygt. Það að upphefja slíkar "efasemdir" jaðraði við ábyrgðarleysi af hálfu fjölmiðla heimsins, og er versta tilfelli tilbúinnar gúrkutíðar í fréttamennsku sem ég hef séð. Það vantaði að sönnu efasemdamenn í fréttaflutning þegar þessi skáldsaga flaug hæst, enda voru þessi álit lögð til jafns við álit vísindamanna sem unnið hafa að þessum verkefnum allan sinn starfsaldur.
mbl.is Starfsmaður öreindahraðals grunaður um hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski það tengist trúarstefnu kommúnista

Kommúnísk ríki voru (og eru) trúlaus ríki, sem gæti útskýrt þessa afstöðu páfans. Það er líka lýsandi að þar sem kommúnismi hefur "gengið yfir" fækkar trúuðum reglulega, sem má rekja til þess að almenningur þarf að kommúnismanum loknum að skrá sig aftur í trúfélög sín, ef hann kýs svo. Og rétt eins og fáir óháðir á Íslandi hafa fyrir að skrá sig úr þjóðkirkjunni hafa fáir í fyrrnefndum ríkjum fyrir því að skrá sig í þau aftur.
mbl.is Fagnaði falli kommúnismans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skotsár?

Raunar haltrar House vegna vöðvadauða í hægri fæti, sem orsakaðist af æðateppu.

 

/nörd 


mbl.is Of erfitt að leika Dr. House
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband