Fjandans rugl

Ef við eigum að fara að hlýða lögum "af því bara", óháð því hvort þau séu sanngjörn, þá er það heldur lélegt samfélag. Ef hún kann að taka myndir, og fólk vill kaupa þær, á þá að banna henni það? Þetta er hlægilega heimskulegt.
mbl.is Spurning um að iðnlöggjöfin haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Þetta er nú viðurkennd iðngrein, og um hana gilda lög. Ef lögin eru ósanngjörn þarf að breyta þeim, en á meðan þau eru í gildo þarf að fara að lögum...

Hann færir prýðisgóð rök fyrir sínu máli, því ef að þetta er lögvernduð iðngrein þá mátt þú ekki stunda hana sem atvinnu þó svo að þú megir stunda hana sem áhugamál án þess að þyggja greiðslu....

Eiður Ragnarsson, 16.11.2010 kl. 18:38

2 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

Það að eitthvað séu lög er ekki röksemd. Ef það væru lög að við ættum að brjóta rúður nágranna okkar myndi ég ekki gera það bara á meðan þau væru ekki tekin af. Hann færir nákvæmlega engin rök fyrir máli sínu önnur en "svona eru lögin bara", sem eru hreint ekki rök. Lög í sjálfu sér eru gagnslaus. Nú er fólki meinað að stunda viðskipti við prýðis ljósmyndakonu og henni bannað að selja störf sín, bara því hún hefur ekki rétt plögg frá réttum stofnunum. Er þetta það sem maður á að fá fyrir að reyna nýsköpun í atvinnu? Eða þurfum við öll að vera hámenntuð í okkar fagi áður en okkur leyfist að starfa við það?

Benjamín Plaggenborg, 16.11.2010 kl. 22:34

3 identicon

Við félagarnir tókum okkur einu sinni til, í tilefni afmæli vinar okkar, og auglýstum í blaði ódýrari tannlækningar inn í stofu á heimili vinar okkar. Sögðum hann vera áhugamann um tannlækningar en eingöngu taka að sér tanntöku og rótfyllingar. Ótrúlegt en satt, voru u.þ.b 30 manns sem hringdu samdægurs til að forvitnast um þetta og/eða panta tíma.

 Nú er ósanngjarnt hversu dýrar "alvöru" tannlækningar eru, en ég spyr þig, þætti þér í lagi að ómenntaður einstaklngur myndi stunda tannlækningar heima hjá sér ef: eða með þínum orðum, ef hún/hann kann að taka myndir eða gera rótfyllingu, og fólk vill kaupa þær, á þá að banna henni/honum það? Eða þætti þér í lagi að ég myndi selja brennivín heima hjá mér, án tilskilinna leyfa, eingöngu af því fólk vill kaupa það á betra verði? 

Ef hún hefur svona bullandi áhuga á þessu, þá fer hún náttúrulega bara og menntar sig í faginu eins og svo margir aðrir hafa þurft að gera. 

sigurður B. 17.11.2010 kl. 02:38

4 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

Í fyrsta lagi, hvernig í ósköpunum á hún að geta valdið skaða á borð við það með myndatökunni? Í öðru lagi, ef ekki þyrfti opinber leyfi til hvers kyns starfa þá myndi fólk treysta á orðspor iðnaðarmannsins við val hans. Í þriðja lagi, það er langskynsamlegast að láta það vera á ábyrgð þeirra sem versla við iðnaðarmenn að krefjast staðfestingar á hæfni þeirra, enda eru það viðskiptavinirnir sem hafa mestu að tapa á skorti hennar. Ef enginn nennir því þá endum við með jafn fáránlega löggjöf og þessa, þar sem maður má ekki taka og selja myndir án þess að svarta maría líti við.

Benjamín Plaggenborg, 17.11.2010 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband