Kannski það tengist trúarstefnu kommúnista

Kommúnísk ríki voru (og eru) trúlaus ríki, sem gæti útskýrt þessa afstöðu páfans. Það er líka lýsandi að þar sem kommúnismi hefur "gengið yfir" fækkar trúuðum reglulega, sem má rekja til þess að almenningur þarf að kommúnismanum loknum að skrá sig aftur í trúfélög sín, ef hann kýs svo. Og rétt eins og fáir óháðir á Íslandi hafa fyrir að skrá sig úr þjóðkirkjunni hafa fáir í fyrrnefndum ríkjum fyrir því að skrá sig í þau aftur.
mbl.is Fagnaði falli kommúnismans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get Involved, Stay Informed

Krímer 26.9.2009 kl. 21:36

2 identicon

Trú er nú bara bönnuð í flestum kommúnistaríkjum og menn hafa verið ofsóttir og drepnir fyrir að trúa á Guð af slíkum yfirvöldum.

Axel 26.9.2009 kl. 21:57

3 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

Axel, það gæti verið að ég hafi ekki orðað þetta hæfilega skýrt, en það er vissulega mikið til í þessu hjá þér (þó ég haldi ekki að trúaðir hafi verið drepnir að jafnaði). Það var mjög lítið gert úr trú, og stundum unnið gegn henni markvisst. En lykilatriðið er auðvitað að sjálfgefni valmöguleikinn færðist úr því að vera skráður í trúfélag í að vera óháður, sem setti trúfélög í verri stöðu eftir að kommúnisma lauk en þau höfðu verið í áður.

Benjamín Plaggenborg, 27.9.2009 kl. 00:03

4 identicon

bull er þetta,,,,,,, í hvaða ríki var réttrunaðarkirkjan bönnuð,,,,,,,,

og er kína búið að banna búdda nei bara spur :)

sigurður helgason 27.9.2009 kl. 01:57

5 identicon

Búddisminn var eins og önnur trúarbrögð lengi vel ólöglegur í Kína en það var ekki svo langt síðan þessu var breytt. Hins vegar er ekki hægt að tala um trúfrelsi þar í dag því kirkjur eru t.d. aðeins leyfðar undir nálarauga stjórnvalda og það er ekki hægt að stunda trúna eins og við gerum t.d. hérna á Íslandi. Ef þú hefur gaman af því að lesa mæli ég með því að þú lesir bókina "himnamaðurinn" eða "the heavenly man"eins og hún heitir á upprunalega málinu. Þar er dæmi um kínverja sem sem þurfti að þola ýmislegt vegna ofsókna af yfirvöldum og er reyndar mjög gaman að lesa hana.

En að kalla kommónista ríkin "trúarlega óháð", svoleiðis hef ég aldrei heyrt áður. Ég lít svo á að ef þú ert óháður trúarlega, þá takir þú ekki afstöðu til trúar. Ef þú gerir hins vegar ráð fyrir því að það sé enginn guð eða jafnvel að þú standir skipulega gegn trú, þá er ekki hægt að tala um að menn séu trúarlega óháðir. Eru anarkistar þá pólitískt óháðir?

Axel 27.9.2009 kl. 11:39

6 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

Aftur er þetta líklega frekar misskilningur en ósamræmi okkar í milli, Axel, vissulega voru (og eru) langflest kommúnísk ríki trúlaus, og það mjög afgerandi, en það sem ég á við er að það leiddi af sér hærra hlutfall almennings sem var þá skráður sem óháður, þ.e. utan trúfélags, óháð því hverju þeir trúðu í alvörunni. Þetta kom kirkjunum vissulega illa, og mig grunar að ástæða þess að páfinn fagni falli kommúnismans sé ekki síður vegna þess hve illa hann kom við kirkjuna, þótt vissulega sé margt fleira sem fagna má þar.

Þessi þrýstingur kommúnískra ríkisstjórna til að fá fólk til að skrá sig úr trúfélögum (hvort sem sá þrýstingur var vægur eða hreint og beint glæpsamlegur) er andstaða þess sem nú er t.d. á Íslandi, þar sem fólk er sjálfkrafa skráð við fæðingu í trúfélag móðurinnar.

Og af sömu ástæðu og margir óháðir á Íslandi eru skráðir í þjóðkirkjuna eru nú margir trúaðir í fyrrverandi kommúnistaríkjum ekki skráðir. 

Benjamín Plaggenborg, 27.9.2009 kl. 12:01

7 identicon

Sú glæpa stofnun (KIRKJAN) ætti að vera undir eftiliti í ökkum ríkjum,

SKINSANIR KÍNVERJAR

sigurður helgason 27.9.2009 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband