Áhugaverð líking

Sérstakt að þeir noti einmitt þau réttarhöld til samanburðar. Þau eru vel þekkt sem ósanngjarnari réttarhöld síðari tíma, "hefndarréttarhöld" bandamanna eftir aðra heimsstyrjöldina. Hinir sakfelldu fengu ekki að áfrýja ákvörðun dómaranna, en einn þeirra hafði áður tekið þátt í sýndarréttarhöldum í Sovétríkjunum. Auk þess voru dómarnir felldir samkvæmt réttarkerfi sem sérstaklega var skapað fyrir réttarhöldin. Að auki hafa Bandaríkjamenn hlotið gagnrýni fyrir hlálegar og handahófskenndar handtökur, oft byggða á grun einum, og þannig handtökur mikils fjölda saklausra manna. Svo ég spyr mig, við hverju eigum við að búast af þessum réttarhöldum?
mbl.is Líkt við Nürnbergréttarhöldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir ættu nú að gera tæmandi rannsókn á ótrúlegu misræmi og göllum á rannsókn atburðanna og hvers vegna varnir brugðust svo algerlega.  Það skal bent á að ekkert hefur enn komið óyggjandi í ljós, sem tengir Al Qaeda við þessa glæpi nema játningar nokkurra manna undir pyntingum, sem þó eru ekki afgerandi því aðkomunni að glæpnum hefur ekki verið lýst.

Nefna ber einnig að Osama Bin Laden er ekki eftir´lýstur fyrir þessa glæpi á lista FBI heldur fyrir sprengjutilræðið í Nairobi 1998.  Nokkrir meintra flugræningja hafa reynst á lífi. Svo má benda mönnum á að fletta WTC 7 á youtube og skoða hvort allt hafi verið eðlilegt varðandi hrun þeirrar byggingar, þó ekki væri nema fyrir það að tylkynningin um hrun hennar kom 20 of snemma á BBC. Það fréttaskot má einnig finna á youtube.

Nefna má einnig að þótt þeir haldi enn fram að þeir séu að leita að Osama, þá er margoft búið að tylkynna að hann sé dauður og er það almannavitund í Pakistan. Löngu dauður. Þetta kom meðal annars fram í viðtali David Frost við Bhutto, skömmu fyrir dauða hennar. Hún nefnir meira að segja banamann hans.  Þau tvö eða þrjú video, sem tengja hann við glæpinn hafa verið sýnd fölsuð.  Þetta e´ru ótrúleg sýndarréttarhöld. Í fangabúðum bandamanna eru hundruð manna án réttinda né sannana allt niður í barnsaldur.

Nú er komið nóg af bjöguðum og fölsuðum fréttaflutningi fjölmiðla af þessu máli og tími til kominn að segja satt um imperíalískar fyrirætlanir þessarar einræðistjórnar.

Það er ekki úr lausu lofti gripip að menn líki þeim við nasista.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.2.2008 kl. 22:49

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Laissez Faire. Þú gleymir einu mikilvægu atriði. Það hefur ekkert enn verið sannað á þessa menn. Það eina, sem liggur fyrir eru játningar fengnar með pyntingum. Þau sýndarréttarhöld, sem nú eru framundan bæta engu við það. Bandaríkjastjórn hefur meira að segja heimilað í þessum málum að nota vitnisburð frá þirðja aðila til sakfellingar jafnvel þó sá vitnisburður sé fengin með pyntingum á honum. Það sjá það allir með snefil af þekkingu á afleiðingum pyntinga að þetta er þvílík svívirða að það hálfa væri nóg.

Sigurður M Grétarsson, 13.2.2008 kl. 01:27

3 identicon

Karpið ykkar yfir orðalagi eða tilvitninum í sögu pirrar mig. Mér finnst að klárir strákar eins og þið ættuð að beita ykkur fyrir að Íslendingar taki virkan þátt í næsta Natófundi. Við erum ennþá í Nató er það ekki?

Það er mikil streita væntanleg á þessum fundi þar sem USA forsetinn vill sennilega réttlæta sínar hreyfingar áður en hann hættir, en sumar aðrar þjóðir vilja ekki...

KátaLína 13.2.2008 kl. 02:27

4 identicon

Ég er að tala um Natófundinn í apríl. Ég er viss um að meirihluti Nató vill frið og vil að Ísland taki virkan þátt.

KátaLína 13.2.2008 kl. 02:34

5 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

KátaLína, það er hægt að beita sér fyrir tveimur hlutum í einu. Þótt þig skipti mannréttindabrot engu máli getum við drepið tímann fram í apríl til mótmæla á slíkum brotum.

Benjamín Plaggenborg, 25.2.2008 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband