Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Heilinn kemur upp um lygar

Eftir að tryggingarfélag Harveys Nathan afneitaði honum greiðslu fyrir verslun hans sem hafði brunnið til grunna, vegna gruns þeirra um að hann hefði kveikt í henni sjálfur, hóf hann rannsóknir á búnaði sem gæti sannað málburð hans. Sá búnaður er nú reiðubúinn, og hefur sýnt markverðan árangur.

Tæknin byggir á þeirri einföldu staðreynd að lygar reyna meira á heilann en sannsögli. Þegar meira er reynt á taugafrumurnar þurfa þær meira ildi, og þar af leiðandi eykst blóðflæði til frumnanna tímabundið. Þá sveiflu má mæla með segulsneiðmyndum af heilanum.

Nathan hefur nefnt tæknina því lipra nafni "No Lie MRI", en FMRI, sem gæti útlagst sem "virk segulsneiðmyndun", er tæknin sem notuð er til að mæla blóðflæði í heilanum.

Á vinstri myndinni má sjá sannsöglan mann, á þeirri hægri lýgur hann. 

Heimild


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband