4.1.2011 | 19:01
Skrítin hagfræði
Hærri vextir á skuldabréfum eru greiddir þegar lítil eftirsókn er eftir þeim, ekki mikil. Það má líta á þá sem áhættuborgun. Líklega hefur blaðamaður eitthvað mislesið greinina sem hann gleymir að vísa í.
Það má kannski taka fram að þessar spár hagfræðingsins eru ekki endilega áreiðanlegri en völuspár glanstímarita, þótt réttlætingar hans hljómi meira sannfærandi. Þá sem langar að lesa þær í heild sinni geta litið við hjá Telegraph:
Kínabólan að springa | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Athugasemdir
Sæll Benjamín,
ég hef verið að reyna að svara þér á bloggi VV í dag, en hann hefur eytt því jafnóðum. Kannski sofnar hann á verðinum ;-), en ég er ein af þeim sem hann hefur beitt beittu persónuníði og lokaði þar með moggabloggi mínu (2007 eða 8?). Allavega vil ég að þú vitir af kommenti mínu og hversu ég dáist að því að þú svarir þessum manni! Takk, hér er færslan mín...
Athugasemd þín fer hér á eftir:
....
Nafn: Anna Benkovic Mikaelsdóttir
Netfang: abm@internet.is
Athugasemd:
Benjamín Plaggenborg, 7.9.2011 kl. 20:03" ! ég vil þakka þér góða færslu og bendi hugsandi fólki á mótrökin sem þú færð!
Til útskýringar á " argumentum ad hominem ( http://is.wikipedia.org/wiki/Pers%C3%B3nun%C3%AD%C3%B0)
Persónuníð[1] eða persónurök[1] (á latínu argumentum ad hominem, oft kölluð ad hominem rök) er rökfræðilegt hugtak sem getur átt við fullyrðingu sem felur í sér rökvillu. Latneska heitið getur einnig verið heiti á ákveðinni aðferð við að rökræða, sem felur ekki í sér rökvillu. Latneska heitið argumentum ad hominum þýðist sem „rök gegn manninum“ eða „rök með tilliti til mannsins“ eða „rök handa manninum“ þar sem orðið homo („maður“) á við manneskju frekar en karlmann.
Algengast er að heitið sé notað yfir rökvillur. Dæmi um slíka villu væri:
A leggur fram fullyrðingu.B bendir á eitthvað athugavert í fari A.Þar af leiðir að A hefur rangt fyrir sér.Rökvillan felst í því að álykta að þar sem að eitthvað er athugavert í fari A, þá geti hann ekki haft rétt fyrir sér.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir 8.9.2011 kl. 19:48
PS; ég skrifaði aðra ip-tölu, vegna þess að ég þekki vinnubrögð VV. Hann mun nú alls ekki svara mér, eða þér, heldur níða mig og gera tortryggilega, vegna ip-what-ever (sem ég setti með vilja) til að gera allt sem ég segi =núll! ;-)
Kær kveðja
Anna Benkovic 8.9.2011 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.