29.11.2011 | 17:53
Annars hvað?
Eflaust litast þessi skoðun af hagsmunum Kínverja. En það sem ekki er tekið fram er, hvaða hörmungar fylgja því að evrusvæðið haldi áfram að óbreyttu?
Þetta er sama einsýni og þegar fjallað er um bankahrun, þegar sagt er að bjarga verði bönkunum því annars fer allt í klessu. Afleiðingar þess að skuldir þeirra séu færðar á ríkið, og þar með almenna borgara, felast ekki aðeins í skaðanum sem ríkissjóður verður fyrir, heldur einnig því vel þekkta vandamáli að bankarnir geta gengið að slíkum björgunum vísum. Það er ekki líklegt til að efla skynsama og framsýna ákvarðanatöku þeirra.
Stundum eru báðir kostirnir hörmulegir.
Hrun evrusvæðisins yrði hörmulegt fyrir alla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
FLOTTAR MYNDIR !!!Mder finnst flott lika að þú mótmælir allur - ekki bara hálfur
Erla Magna Alexandersdóttir, 29.11.2011 kl. 18:56
Yrði það ekki hörmulegast fyrir Össur? Segi svona
Steini Bjarna, 30.11.2011 kl. 02:24
Benjamín. Sammála þér. Það er allra óhagur, ef evran hrynur. Það græðir í raun enginn á óförum eins hlekks í heimskeðjunni. Vonandi fer allt vel með Evruna, og aðra gjaldmiðla heimsins.
Svokallaðir ráðamenn í heiminum kenna gjaldmiðlum um hörmungarnar sem fylgja spilltri stjórnsýslu. Meðan þessir ráðamenn heimsins viðurkenna ekki þessa rotnu rót vandans, þá er velferð almennings í hættu og ráðamannanna með. Þetta gildir allsstaðar í veröldinni, en ekki bara í Evrópu, Kína eða Íslandi.
Hvenær skyldu hinir háu herrar átta sig á staðreyndum, og vinna út frá þeim?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.11.2011 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.