Er hægt að gera mig að stjörnu?

Það sem fram kemur í þessari frétt er lýsandi dæmi um markaðinn í dag. Simon "hætti við að gera hana að söngstjörnu". Er það þá ekki þannig að fólk ráði hvað það hlustar á? Ákveður Simon Cowell hvað mér finnst skemmtilegt?

Miðlar á við FM957 eru þekktir fyrir "playlista", þar sem um 40 lög eru sett á lista og spiluð daginn inn og daginn út. Að hlusta á slíkar útvarpsstöðvar er það sem mér finnst jaðra við heilaþvott, þar sem enginn ákveður hvað hann hlustar á, dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar ræður hvað er "inni" og hvað "úti" og ákvarðar þannig hvaða tónlist hlustendur mega heyra. Ef vald Simon Cowell er svo mikið að hann geti ráðið vinsældum og smekk fólks lifum við í meiri forræðishyggju en mig hefði nokkurn tímann grunað.


mbl.is Simon Cowell sveik sex ára gamla stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband