Stórt skref stigið í framleiðslu leifturminna

Leifturminni, sem einnig eru þekkt sem "flash" minni úr ensku, hafa löngum verið notuð í minniskort, vinnsluminni tölva og fleiri stafræn tæki. Á þessum tveimur notkunum þeirra er þó grundvallarmunur. Vinnsluminni tölva geyma einungis upplýsingar á meðan straumur rennur í gegnum þau, en þau sem notuð eru í minniskort þurfa að halda upplýsingunum án hans. Þróun þeirra síðarnefndu hefur fleygt fram, sérstaklega hvað varðar geymslugetu þeirra, enda er markmiðið að skipta út slíkum kortum fyrir harða diska í tölvum innan tíðar.

Slíkir diskar yrðu mun öruggari og hljóðlátari en þeir diskar sem nú eru notaðir, sem byggjast á öllu frumstæðari tækni sem er nokkurs konar blanda segulbandstækis og plötuspilara. Enn hefur þó ekki tekist, fyrir sanngjarnar fjárhæðir, að framleiða leifturdrif með sambærilegu geymslurými og núverandi skífudrif. Skref var þó stigið í þá átt nýverið þegar Samsung kynnti 8 GB leifturminniskubb. Stystu rafrásir kubbsins eru aðeins 30 nanómetrar (3x10^-10 metrar). Sextán slíkir kubbar myndu saman mynda 128 GB drif, sem væri samanburðarhæft við minni gerðir skífudrifa.

Keppinautur Samsung, Toshiba, hefur einnig tilkynnt þróun á svipuðum búnaði, og er ætlun beggja fyrirtækja að hafa minnin í fjöldaframleiðslu árið 2009.

Heimild


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband