30.10.2007 | 21:29
Er fólk gengið af göflunum?
Ekki má Steingrímur fyrr segja eitthvað en orrahríðin dunir á honum, hann vændur um að taka "allt úr samhengi og mótmælt öllum góðum hlutum og framförum, án þess að skoða hlutina í samhengi," og að "við hjá VG viljum ... að Íslendingar virki ekki neitt, þó svo við höfum möguleika á því." Líklega er þar vitnað í andstöðu hans við áframhaldandi virkjun Þjórsár, sem ég gerði skil í þessari grein.
Eins og margir skynugir menn vita eru eftirfarandi hlutir staðreyndir:
1. Á Íslandi er ekki teljandi atvinnuleysi.
2. Á Íslandi hefur raforkuþörf almennings verið sinnt margfalt.
3. Íslendingar selja raforku sína á lágu verði til erlendra, mengandi fyrirtækja og þau búa við afar ódýra kosti.
4. Óþörf, mengandi fyrirtæki eru LESTIR, ekki "þjóðhagslega hagkvæm".
Þetta bendir til að eini aðilinn sem er skammsýnn og vitlaus þegar kemur að nýtingu orku eru stjórnvöld. Ásakanir á hendur Vinstri-Grænum og Steingrími J. Sigfússyni líkjast helst nornaveiðum, en þar tíðkaðist að drepa nornir sem börn sögðu til, oft að undirlagi fullorðinna. Þar sem "nornir" eru nú ekki brenndar á báli, heldur lifa af atlögurnar, eru þær enn tilvalin skotmörk fyrir áframhaldandi skoltaskelli og barnalegheit. Hver sem benti á Vinstri-Græn eða Steingrím í fyrsta skipti, Sjálfstæðismaður eða Spaugstofan, þið sem enn eruð að eltast við "barnið" getið nú brotið upp vítahringinn og fara að líta í eigin barm.
Steingrímur: Verðum að skoða loftslagsmálin í heildarsamhengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.