12.12.2007 | 16:15
Sunnudagsskólar?
Væri ekki heppilegt ef "þjóðkirkjan" drægi sig til hlés í skólum? Nú fer þeim sem ferma sig borgaralega sífjölgandi, fólki af erlendu bergi brotnu sömuleiðis. Það er óheppilegt að halda því fram að Alþingi "bregðist" kirkjunni ef það kemur henni ekki til aðstoðar, enda á Alþingi ekki að bera hagsmuni hennar fyrir brjósti heldur hagsmuni þegna sinna, Íslendinga, sem hafa margar aðrar trúarskoðanir en kristni.
Þeir foreldrar sem vilja að kristin gildi verði kennd börnum þeirra geta svo skráð þau í sunnudagsskóla.
![]() |
Guðni: Nú skal kennsluborðum kristninnar velt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þá nema von að Múslímar kalli okkur "hin vantrúuðu"??? Erum við bara ekki að greiða götur fyrir yfirtöku Múslíma á samfélögum þjóðanna??? Þeir hugsa sér glatt til glóðarinnar og sjá hér tækifæri til að fylla þau skörð sem Kristnin skilur eftir sig og komast þannig í ból bjarnar. Er það þetta sem við viljum, og erum við sofandi á verðinum.
Kristján Guðmundsson 12.12.2007 kl. 16:37
Hef aldrei skilið "borgaralegar fermingar". Ferming er athöfn til að staðfesta að maður vilji vera í því trúfélagi sem maður var skírður inn í. Annað hvort fermist maður eða ekki. Svo er annað mál hvort krakkar á fermingaraldri hafi nokkurn þroska til að meta það. Ég held að flestir krakkar fermist bara af því að allir hinir gera það.
Trúboð á engan veginn heima í skólum. Trúabragðafræðsla á hins vegar alveg þar heima, en þá þarf að kenna sögu allra helst trúarbragða heimsins, ekki bara kristninnar, þó svo meiri áhersla sé lögð á trúr tengdar okkkar sögu sé svo sem ekkert óeðlilegt, en þar er ásatrú og kaþólska ásamt Lúterstrú fremst í flokki.
Ívar Jón Arnarson, 12.12.2007 kl. 17:10
Kristján, við þurfum ekki að verjast múslimum. Þeir eru að mínu viti ekki svo innrásargjarnir að þeir hertaki kennslu lands og beygi hana undir sína trúflokka.
Ívar, borgaraleg ferming er fræðsla um trúarbrögð heimsins, og í þeim felst lærdómur engu inntaksminni en fræðsla kristinna ferminga. Hún léttir einnig byrði þeirra sem þyrftu annars að taka ákvörðun um enga fermingu eða inntakslausri fermingu.
Benjamín Plaggenborg, 12.12.2007 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.