11.1.2008 | 13:01
Hví ekki?
Hvers vegna ætti nokkurn tímann að banna konum að bera brjóst sín? Að mínu viti mætti leyfa hvers kyns nekt aðra en kynferðislega, svo sem var í Grikklandi (og ef til vill Róm, ef mig misminnir ekki) til forna. Þar máttu karlmenn til að mynda ganga um naktir, svo lengi sem getnaðarlimur þeirra var ekki í reisn. Nú veit ég ekki hvers lags reglur giltu um klæðaburð kvenna, en mér þætti óeðlilegt annað en að sömu reglur giltu um bæði kyn. Klæðnaður er að mínu viti ekki skjól fyrir öðru en kulda eða hita.
Þetta dæmi má taka skrefi lengra. Í stað þess að reisa þéttan múr reglna um jafnrétti kynja ætti frekar að taka úr allar kynbundnar klausur, og hafa einfaldar reglur um annað hvort afkasta- eða reglubundin laun, óháð aldri, kyni, þjóðerni eða vexti.
Lög eru einungis sett til að halda þjóðfélaginu gangandi og varna því að frelsi sé nýtt til óheiðarlegra eða frelsisskerðandi aðgerða. Ekki til að móta fólki lífsstíl.
Þetta dæmi má taka skrefi lengra. Í stað þess að reisa þéttan múr reglna um jafnrétti kynja ætti frekar að taka úr allar kynbundnar klausur, og hafa einfaldar reglur um annað hvort afkasta- eða reglubundin laun, óháð aldri, kyni, þjóðerni eða vexti.
Lög eru einungis sett til að halda þjóðfélaginu gangandi og varna því að frelsi sé nýtt til óheiðarlegra eða frelsisskerðandi aðgerða. Ekki til að móta fólki lífsstíl.
Íslenskar konur mega bera brjóstin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.