Bljóð

Ég vaknaði um ellefu, var heldur hress
enda fór ég snemma að sofa í gær.
Ég efa samt að aðeins var það vegna þess
því sólin skein í augu mín svo skær.

Ég stóð á fætur, en hvað veðrið var þá fínt
veisla fyrir augað fannst mér sólin.
Fuglasöngur, ilmur grassins gat mér sýnt
að góður yrði dagurinn og... jólin.

Matreiðslan var aldrei, hóst, mín sterka hlið
held ég hafi ekkert lært í vali.
Pabbi pönnusteikti og ég veitti lið
með pælingum og endalausu mali.

Eftir matinn tók ég fyrir tölvu mína
tengdi hana netinu og fleiru.
Með spjalli þar að lokum tókst að sýna
að spekingur ég sé og nörd með meiru.

Að því loknu út ég hélt að fæða kindur
ekki geta heldur fæða, gefa mat
því að ég hef ekki kvenmannssköp og vindur
en hef þó getað getið til um gat sem gat.

Baggalútsins köntrísveitar naut þar næst
nam þar tónlist sem mér finnst hin besta.
Lögin streymdu út viðtækið og veittu glæst
vitum mínum skemmtun allra mesta.

Húmið færðist yfir, þá ég brosti breitt
Benedikt var kominn upp í mér.
Skáldið í mér vaknaði og gerði greitt
gifta minna borð sem rykugt er.

Held á bleika floydið þú nú hlýða megir
heyr, nú skín á brjálaðan demant.
En erum við, rétt eins og Roger segir
rýrir hlutar veggs sem er steina vant.

Ég held satt að segja að mig megi túlka
sem mann með geðhvörf slæm á fyrsta stigi.
Komist ég á Klepp ég vona að snotur stúlka
sem mér fylgi þar sé ekki lygi.

Póstið kommentum á þetta rugl hér, plís
og pikkið upp addressuna og shjérið.
Beggið um að visita í tugavís
og gefið mér trilljón krónur í fimmþúsund króna seðlum, helst nýjum.

 

Benjamín 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jedúddamía, þvílík lesning á kvöldi sem þessu.. Maður er hálffreðinn eftir helgina og á í örðugleikum með lesturinn...

Þrátt fyrir það sýnist mér þetta vera fyrirmyndarljóð, einn daginn mun ég etja kappi við þig í rímum.

Alda 17.4.2006 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband