17.12.2009 | 17:24
Meiri viðkvæmnin
Ef ég skil þá rétt þá eru þeir að segja að þetta séu góðar hugmyndir sem munu leiða til hagræðingar og draga úr kostnaði ríkisreksturs en vegna þess að þær eru gerðar of stuttu fyrir áramót eigi að vísa þeim frá.
Hefur ekki einhver hér séð Yes Minister?
![]() |
Vilja láta vísa skattamálinu frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir eru alltaf á fullu í sparðatíning og tittlingaskít þetta fólk sem við kusum
til að bjarga landinu okkar frá vanda.
axel 17.12.2009 kl. 18:59
Ég hef sjálfur lagt til (þó ekki við þingmenn, en ég held að þeir viti af kostinum) að margmilljarða stuðningi við Þjóðkirkjuna verði hætt, sem myndi muna þó nokkru. Aðrir kostir felast í lokun og sölu sendiráða og sendiherrabústaða, uppsögn forsetaembættisins og annars konar niðurskurði stjórnsýslunnar. En ef þeir vilja ekki einu sinni koma saman skattsýslunni (og þú kallar þetta sparðatíning og tittlingaskít: af hverju drífa þeir þetta þá ekki af? Stjórnarandstaðan virðist tefja þetta því þeir kalla þetta stórmál...) þá sé ég litla von á almennilegum breytingum.
Benjamín Plaggenborg, 17.12.2009 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.