Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bush fer fram á aukafjárveitingu

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, fór á mánudaginn fram á 45.9 milljarða dollara aukafjárveitingu vegna stríðsreksturs fyrir árið 2008. "Hlutar stríðsins eru flóknir, en ekki eitt: að Ameríka ætti að standa við bakið á hermönnum okkar og vernda fólkið okkar," sagði forsetinn við Hvíta húsið við það tilefni. Nú þegar hefur 147 milljörðum dollara verið ráðstafað fyrir þann málstað á komandi fjárhagsári. Þar með er kostnaðurinn alls kominn í yfir 192 milljarða dollara, sem er mestmegnis ráðstafað til stríðsreksturs í Írak, sem kostar varnarmálaráðuneytið nú um 2 milljarða dollara á viku.

Lauslega reiknað er kostnaðurinn nú 95 cent á dag á hvern Bandaríkjamann, en miðað við heildarkostnað á næsta fjárhagsári má miða við að sá kostnaður fari upp í 1.75 dollara á næstu mánuðum.

Heimild


Gott eða slæmt?

Það er álitamál hvort eigi að birta þessar niðurstöður. Ótti á það til að vera illa ígrundaður. Niðurstöður rannsókna á borð við þessa má túlka á tvo vegu, það verða "aðeins" eða það verða "svo mikið sem" X "atvik" á flugferð. Ég er samt viss um að hvorugt vekur jafn mikinn ótta og það að birta ekki rannsóknina. Kannski er þetta bara liður í baráttunni gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Einföld leið til að draga úr flugferðum almennings.

mbl.is NASA vill ekki birta niðurstöður rannsóknar um flugöryggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Teppi Landsvirkjunar

"„Tíðir smáskjalftar austan við Öskju gætu leitt til eldgoss næsta haust," sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í seinni kvöldfréttum RÚV.

Páll sagði að mögulegt gos yrði Dyngjugos. Það yrði ekki mjög tilkomumikið en langvinnt og gæti varað í marga áratugi eða jafnvel aldir. Hann segir að tengsl séu á milli fyllingar Hálslóns og skjálftanna við Upptyppinga því að skjálftahrinan hafi farið af stað þegar Hálslón við Kárahnjúka tók að fyllast.

Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að nokkur skjálftavirkni hefði verið á tveimur stöðum norðan Vatnajökuls um helgina og í dag en þó enginn stór skjálfti. Skjálftar mældust annars vegar í Herðubreiðartöglum, sem er móbergsstapi norður af Herðubreið, og hins vegar í Upptyppingum, sem eru hluti af Kverkfjallaeldstöðinni. Á síðarnefnda staðnum voru allnokkrar skjálftahrinur í sumar.
"

Heimild

Ætli Landsvirkjun hafi tekið við ábendingum um þetta fyrirfram? Til dæmis í óháðu jarðfræðiskýrslunni sem var sópað undir teppi? Spurning hversu stór teppi þeir eiga, gæti orðið þéttsetið þar, með öllum skýrslunum, vísindamönnunum og öllu fólkinu sem myndar sér sjálfstæða skoðun.

365 miðlar

Starfsmenn 365 miðla hafa löngum verið þekktir fyrir aðgangsharða og óréttláta blaðamennsku, sérstaklega þegar kemur að nafngreiningum og upplýsingabirtingum um fólk sem ekki hefur veirð sakfellt. Oft hefur ritstjórnin komist í hann krappan fyrir dómstólum, og oftar en tvisvar og oftar en þrisvar hefur samsteypan eða starfsmenn hennar pungað út peningum til fórnarlamba fréttaburðar þeirra. Slíkar skaðabætur eru ekki beinar skaðabætur, þar sem skaðinn er ekki fjárhagslegur nema í þeim tilvikum þar sem viðkomandi hefur misst vinnu eða ekki verið í aðstöðu til að fá atvinnu vegna umsagnar blaðamanns 365 miðla, sem oftar en ekki skrifa undir skjóli nafnleysis. Nei, þessar bætur eiga einnig að vera miðlinum víti til varnaðar, að hann hætti rógburði og lygum, auk ólöglegra og ósiðlegra starfshátta. En þessi saga endurtekur sig æ ofan í æ, og virðist ástæðan vera sú að fólk þyki þetta eftir allt saman, þrátt fyrir að hafa fordæmt það opinberlega, áhugavert.

Fyrir flesta varir sú ánægja þó ekki lengi, og þetta gleymist strax við lestur næstu ofsafengnu og upphrópuðu fyrirsagnar. Aðrir, sem þekkja til fórnarlambs fjölmiðilsins, láta þó mögulega hafa áhrif á skoðun sína, því þetta eru miðlar sem margir segja sig vera með fréttaflutning. Jafnvel þótt manneskja hafi ekki verið sakfelld getur það haft gífurleg áhrif á skoðun manns ef maður heyrir hvað hún mögulega gerði. Það er jú ástæða fyrir því að gert er ráð fyrir sakleysi þar til sekt er sönnuð. En það er bara ekki jafn gott fréttaefni, því er gert mikið úr því í æsifréttamiðlum hvað fólk hugsanlega gerði, án þess að hafa fyrir því beinharðar sannanir.

Á visir.is var í dag birt frétt sem er titluð "Hverjir eru mennirnir í Fáskrúðsfjarðarmálinu", og þar eru einmitt þeir taldir upp, nafngreindir og mögulegar syndir þeirra tíundaðar. Þótt fréttin sé skráð á blaðamann segir innihald hennar alla söguna. Það er dapurt að líta á fréttaflutning þar sem sagan snýst aðeins um persónurnar að baki, en ekki atburðina sem skipta okkur máli.

http://visir.is/article/20071018/FRETTIR01/71018115

Skandall!

Það á ekkert að minnast á að verktakinn sem skóp áhættumatið er einnig aðilinn sem hannar stífluna sem áhættumatið er fyrir?

Slíkir starfshættir eru ólöglegir, og þætti okkur í hreppunum vænt um að sveitarstjórnir eða Alþingi standi upp fyrir þegna sína, og taki mark á mánaðarlöngum mótmælum heimamanna við hótunum og mútum Landsvirkjunar við sveitarstjórnirnar og landeigendur.

Í vor var haldinn 400 manna fundur í félagsheimilinu í Árnesi gegn virkjanaframkvæmdunum, og þegar athugasemdir við aðalskipulag bárust voru þær svo margar að framlengja þurfti lögbundinn 8 vikna tíma til að fara yfir athugasemdirnar vegna fjölda þeirra og umfangs. Samt segir oddvitinn að "þögull meirihluti" sé fyrir virkjununum.

Umhverfismatið fyrir virkjanirnar er svo meingallað að það tekur ekki tali. Sums staðar er það réttlætt að grónu landi verði sökkt vegna þess að annars staðar er það fokið upp, og landið er ekki kallað ósnortið þótt þar hafi fáir menn stigið fæti, þar séu engar byggingar, engir vegir og engin tún. Því er meira að segja haldið fram að í stað hins að okkar mati ósnortna umhverfis komi annað og jafnvel betra "manngert umhverfi", þ.e.a.s. þrír samanlagt yfir 20 ferkílómetra drullupollar.

Fáir hlutir þessarar framkvæmdar standast, og það væri synd og skömm ef það yrði gengið í þær gegn vilja heimamanna, gegn vilja landeigenda, með eignarnámi, og að flóðahætta verði álitin réttlætanleg fyrir orku í landi þar sem orkuþörf almennrar raforkunotkunar hefur verið sinnt 2-4falt.

mbl.is Áhættumat fyrir Urriðafossvirkjun kynnt fyrir íbúum Flóahrepps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langþráð frumkvæði

Það er mikið að einhver taki af skarið og biðji upplýsinga um þessa misheppnuðu framkvæmd Landsvirkjunar, og er Vinstri-Grænum þökk fyrir framtakið. Það dugir ekki endalaust að nota "trúnaðarmál" sem yfirhylmingu yfir misferlunum í þessu illa ígrundaða verkefni.
mbl.is Beiðni VG um skýrslu um heildarkostnað við framkvæmdir við Kárahnjúka samþykkt á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirmyndar framtak

Það er til lukku að fólkið í stjórnmálunum taki við sér og svari þeim í samfélaginu sem benda á stórfelld misferli hvað varðar virkjanir og önnur umhverfismál.

http://thjorsa.com


mbl.is Grænt net til verndar náttúrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband