10.7.2007 | 12:24
Í stuði með Sveini
Ég vona að þeir taki fulla sjúkrasögu afbrotamannsins áður en þeir skjóta hann. Þetta fer illa með hjartaveikt fólk og verr með gangráða. Miðað við misjafnar sögur af íslensku lögreglunni upp á síðkastið, til dæmis þegar hún handtók groddalega ungmenni með tyggjóklessu í aftursætinu, finnst mér næstum eins og íslenskir lögregluþjónar séu ekki færir til að handleika þessi vopn. Það er mikil hætta á að þetta verði svo handhægt og einfalt vopn að lögreglan fer að nota þetta við síður alvarleg tækifæri en þessi búnaður er gerður fyrir. Mér uggar við að viðmót lögreglunnar við tæki sem "fylgir töluverður sársauki" sé að það "á þó að vera að mestu hættulaust". Líka að "Sveinn Ingiberg Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segist fagna því ef samþykki fáist fyrir notkun byssanna".
Rafbyssur til reynslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bara gera þá eðlilegu kröfu að þessi vopn séu aðeins notuð í neyð, sem síðasta úrræði. Víkingasveitin gengur með hefðbundin vopn en hinsvegar er gert þá kröfu að þeir reyni að leysa málið án þess að nota þau. Lögreglan á ekki að nota þessar byssur í hvert skipti sem einhver óhlýðnast, en það er gott að hafa þær ef hún skyldi t.d. lenda á vopnuðum aðila eða stjórnlausum sterahlunk.
Það er mjög augljóst að lögreglan er að skoða þetta fyrst og fremst vegna þess að vopn eru orðin algeng á götunni. Flestar þjóðir myndu stökkva beint í það að láta lögregluna bera hefðbundin skotvopn, frábært hjá okkur að fara hóflegri leið og reyna áfram að hafa lögreglu án hefðbundna skotvopna þrátt fyrir breyttar aðstæður.
Geir Jónsson 10.7.2007 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.