13.8.2007 | 21:11
Hvernig?
Hvernig gat þetta mögulega gerst?
Í fyrsta lagi þykir mér ótrúlegt að vagninn hafi sveiflast svo mikið að hann hafi hreinlega slengst utan í hinn svo að hurðin opnaðist og fjölskyldan datt út. Og jafnvel þótt það hefði gerst þá eru hurðir á parísarhjólsvögnum (eða -klefum eins og ætti að kalla þá, þar sem vagnar eru á hjólum) á hliðum þeirra, sem er eðlilegt ef maður veltir fyrir sér hvernig fólk gengur í þá og úr þeim. Af myndinni sem með fréttinni fylgir má þó draga þá ályktun að báðar þessar einkar ólíklegu aðstæður hafi átt sér stað á sama tíma, hversu vitlaust sem það kann að hljóma.
Það er einmitt í svona fréttum þegar mér finnst vanta smáatriðin. Hvernig þeir "rákust saman" er að mínu mati vafið meiri dulúð en sú staðreynd að þeir sem í vagninum voru hafi dáið við það að detta úr honum.
Svo má einnig benda á að hvergi er tekið fram að fjölskyldan hafi verið öðrum vagnanna sem lentu í árekstrinum.
Fimm létust er þeir féllu úr parísarhjóli í S-Kóreu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aha. Þetta breytir því hvernig ég áður hélt að parísarhjól virkuðu. Klefunum virðist vera haldið beinum með vélarafli, ekki af þyngdaraflinu, og sú vél hefur þá bilað í þessum vagni. Þakka ábendinguna.
Benjamín Plaggenborg, 13.8.2007 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.