Vekur spurningar

Fyrir utan hina augljósu "klukkan á morgun" villu í þessari frétt er hún einnig áhugaverð að því leitinu til að tilefni mútugreiðslunnar var einungis próf á bát. Ef þeir múta fyrir það, hvað annað múta þeir stjórnmálamönnum fyrir? Við vitum að í Bandaríkjunum er þetta svipað, alþingismenn og ráðherrar sitja í stjórnum fyrirtækja, sem fyrir einhverja undarlega tilviljun fá mikinn fjölda lagasetninga sér í hag, og sé lykilþingmaðurinn ekki beintengdur fyrirtækinu má alltaf borga honum fyrir að vera vinur þess.
Er þetta svona á Íslandi líka?
Forstjóri Landsvirkjunar var allt til 1999 í lykilstöðu í Sjálfstæðisflokknum, og hafði verið lengi. Í vor, örstuttu fyrir kosningar, gaf Sjálfstæðisflokkurinn Landsvirkjun vatnsréttindi við Þjórsá, sem ríkið hafði keypt af Fossafélaginu Títan 80 árum áður, án þess að bera það undir Alþingi.
Eru virkjanirnar í Þjórsá, sem Sjálfstæðisflokkurinn styður svo dyggilega (en hljóðlega), nokkuð annað en vinagreiði?

mbl.is Røkke á bak við lás og slá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef heyrt um hóp viðskiptamanna sem töldu sig ekki þurfa annað en að borga fyrir ökuleyfi á mótorhjólum því þeir höfðu ekki tíma til að taka námsskeiðið.   Veit ekki hvernig það fór en vona að þeir hafi ekki farið af stað með keypt leyfi.  Það sem heimildamanni fannst áhugaverðast var samt hve eðlilegt þeim fannst þetta.  Skyldi það viðgangast hér á landi að fólk kaupi sér svona leyfi sem í raun getur verið lífshættulegt fyrir þá sem aðra?

Helena 30.8.2007 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband