Google W.A. skráir persónuupplýsingar

Þeir sem fylgjast vel með útgáfu Google á forritum hafa heyrt um og jafnvel sett upp Google Web Accelerator, sem vistar síður sem þú heimsækir svo þær verði sóttar hraðar næst þegar þú heimsækir þær. Það væri allt í lagi, ef Google hefði ekki nýlega verið gagnrýnt harðlega vegna söfnunar á persónuupplýsingum: og viti menn, þegar þú setur upp Web Accelerator kemur fram eftirfarandi:

Google Web Accelerator sends requests for web pages, except for secure web pages (HTTPS), to Google, which logs these requests.  Some web pages may embed personal information in these page requests.

Í stuttu máli sagt: þegar þú ferð á einhverja síðu með Google Web Accelerator uppsettan er hún skráð ásamt persónuupplýsingum sem kynnu að vera sendar með henni, hjá Google.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband