Með mykju á mjóbakinu

Leiðinlegt að sjá hvað fólk finnst það þurfa að gera til að fá athygli, og nokkra aura. Það er þó ágætt að einhverjir standi á rétti sínum, og sem afleiðing af því sjáum við vikulega fréttaburði af töpuðum dómsmálum 365 miðla. Þeir mega skammast sín. Á forsíðu visir.is í dag mátti sjá nokkrar fyrirsagnir af tíðindum dagsins, slitum fyrrum borgarstjórnar og samtvinnun nýrrar, þar sem reynt var að snúa öllu í persónubundnar átakasögur.

"Leitun að spilltari og siðlausari stjórnmálamanni en Birni Inga"
"Björn Ingi kom fram af óheilindum"
"Dapurleg og vond tíðindi fyrir Reykjavík"

Og að lokum ein sem er ekki tilvitnun, heldur fyrirsögn greinar sem enginn hefur lagt nafn sitt við:

"Svona sneri Björn Ingi á sjálfstæðismenn"

Fyrirsagnir á visir.is segja meira en þúsund réttarhöld.

mbl.is 365 miðlar dæmdir til að greiða miskabætur vegna frétta í DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband