18.10.2007 | 22:58
Skandall!
Það á ekkert að minnast á að verktakinn sem skóp áhættumatið er einnig aðilinn sem hannar stífluna sem áhættumatið er fyrir?
Slíkir starfshættir eru ólöglegir, og þætti okkur í hreppunum vænt um að sveitarstjórnir eða Alþingi standi upp fyrir þegna sína, og taki mark á mánaðarlöngum mótmælum heimamanna við hótunum og mútum Landsvirkjunar við sveitarstjórnirnar og landeigendur.
Í vor var haldinn 400 manna fundur í félagsheimilinu í Árnesi gegn virkjanaframkvæmdunum, og þegar athugasemdir við aðalskipulag bárust voru þær svo margar að framlengja þurfti lögbundinn 8 vikna tíma til að fara yfir athugasemdirnar vegna fjölda þeirra og umfangs. Samt segir oddvitinn að "þögull meirihluti" sé fyrir virkjununum.
Umhverfismatið fyrir virkjanirnar er svo meingallað að það tekur ekki tali. Sums staðar er það réttlætt að grónu landi verði sökkt vegna þess að annars staðar er það fokið upp, og landið er ekki kallað ósnortið þótt þar hafi fáir menn stigið fæti, þar séu engar byggingar, engir vegir og engin tún. Því er meira að segja haldið fram að í stað hins að okkar mati ósnortna umhverfis komi annað og jafnvel betra "manngert umhverfi", þ.e.a.s. þrír samanlagt yfir 20 ferkílómetra drullupollar.
Fáir hlutir þessarar framkvæmdar standast, og það væri synd og skömm ef það yrði gengið í þær gegn vilja heimamanna, gegn vilja landeigenda, með eignarnámi, og að flóðahætta verði álitin réttlætanleg fyrir orku í landi þar sem orkuþörf almennrar raforkunotkunar hefur verið sinnt 2-4falt.
Slíkir starfshættir eru ólöglegir, og þætti okkur í hreppunum vænt um að sveitarstjórnir eða Alþingi standi upp fyrir þegna sína, og taki mark á mánaðarlöngum mótmælum heimamanna við hótunum og mútum Landsvirkjunar við sveitarstjórnirnar og landeigendur.
Í vor var haldinn 400 manna fundur í félagsheimilinu í Árnesi gegn virkjanaframkvæmdunum, og þegar athugasemdir við aðalskipulag bárust voru þær svo margar að framlengja þurfti lögbundinn 8 vikna tíma til að fara yfir athugasemdirnar vegna fjölda þeirra og umfangs. Samt segir oddvitinn að "þögull meirihluti" sé fyrir virkjununum.
Umhverfismatið fyrir virkjanirnar er svo meingallað að það tekur ekki tali. Sums staðar er það réttlætt að grónu landi verði sökkt vegna þess að annars staðar er það fokið upp, og landið er ekki kallað ósnortið þótt þar hafi fáir menn stigið fæti, þar séu engar byggingar, engir vegir og engin tún. Því er meira að segja haldið fram að í stað hins að okkar mati ósnortna umhverfis komi annað og jafnvel betra "manngert umhverfi", þ.e.a.s. þrír samanlagt yfir 20 ferkílómetra drullupollar.
Fáir hlutir þessarar framkvæmdar standast, og það væri synd og skömm ef það yrði gengið í þær gegn vilja heimamanna, gegn vilja landeigenda, með eignarnámi, og að flóðahætta verði álitin réttlætanleg fyrir orku í landi þar sem orkuþörf almennrar raforkunotkunar hefur verið sinnt 2-4falt.
Áhættumat fyrir Urriðafossvirkjun kynnt fyrir íbúum Flóahrepps | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.10.2007 kl. 19:04 | Facebook
Athugasemdir
Heyr, heyr!
Valgerður Halldórsdóttir, 18.10.2007 kl. 23:05
Komstu þessum athugasemdum á framfæri þegar mat á umhverfisáhrifum fór fram?
Þessi niðurstaða úr áhættumatinu kemur mér ekki á óvart. Reyndar er það svo að við vissa stærð flóða, þá verndar stíflan Skeiðin. Þú ættir frekar að kynna þér málið en að gjamma svona. Þessi niðurstaða er í samræmi við niðurstöður umhverfismatsins. Ef ég man rétt, þá var mat á flóðum unnið af erlendu fyrirtæki.
Ósnortið land, já? Öll Skeiðin hafa verið ræst fram, þegar bændur fengu borgað á hvern skurðmetra. Bara af því að það er ekki tún eða vegur, þá er landið ósnortið? Landinu hefur verið gjörbreytt þarna og það er staðreynd.
Vertu ekki með svona gagg að óathuguðu máli.
Nafnleynd 18.10.2007 kl. 23:31
Ég sat á einmitt á þessum áhættumatsfundi hér fyrr í kvöld og heyrði maður um leið að einstaklingarnir sem að kynntu áhættumatið voru á vegum landsvirkjunarinnar. Ég var svo barnalegur að vona að matið væri frá eitthverjum utanaðkomandi og hlutlausum aðila. Voru allar áhættur bara álitnar ólíklegar og engin ástæða til að hafa áhyggjur af eins og stóð orðrétt. En samt eru þessar áhættur ekki útilokaðar! Fannst mér einnig svörin hjá landsvirkjuninni eintómir útúrsnúningar og töluðu þau bara í hringi. Ég fór á þennan fund til að fræðast meir um áætlanir landsvirkjunarinnar ef að það versta myndi gerast til að eignast smá sálarró því að það er augljóst að þessar frekjur ætla sér að virkja sama hverra líf þeir eru að setja í hættu en varð mikið sárari og órólegri gagnvart þessum framkvæmdum.
Gunnar 18.10.2007 kl. 23:51
Ertu nú alveg viss um að VST hanni stíflurnar. Er það ekki VGK-Hönnun?
Gvendur Míla 19.10.2007 kl. 07:16
Kæri hugrakki "Nafnleynd".
Þú veist væntanlega ekki hvað ég á við, en það sem helst fer undir vatn eru stórar eyjar í miðri ánni sem eru langt í frá það manngerða umhverfi sem talað er um í umhverfismatinu. Þetta umhverfismat var heldur ekki auglýst sem skyldi og þar af leiðandi var torvelt að koma að athugasemdum.
Þetta gagg mitt er að vel ígrunduðu máli, og hef ég rannsakað það og mótmælt því í marga mánuði, eins og fram kemur í færslunni. Ég veit ekki hvort þú hafir gengið um svæðið sem fer undir vatn, hvort þú hafir haft samband við landeigendur og hvort þú hafir átt spjall við Landsvirkjunarverkfræðingana, sem ég hef meðal annars gert síðustu mánuði.
Gvendur, það gæti verið, ég man aðeins að það er sami aðilinn sem að baki matinu stendur. Það má einnig taka fram að VST og VGK eru hluti af sömu samsteypunni.
Benjamín Plaggenborg, 19.10.2007 kl. 09:54
Í lóni við Urriðafossvirkjun eru ekki margar eyjarnar sem verða fyrir áhrifum, svo mikið er víst.
Umhverfismatið var auglýst vel, svo mikið veit ég. Það var auglýst í Mogganum og Fréttablaðinu, auk héraðsmiðla. Þar að auki voru haldnir kynningarfundir beggja vegna Þjórsár og í höfuðstöðvum Landsvirkjunar. Mér er kunnugt um að fulltrúar Landsvirkjunar hafi komið á nær alla bæi á Skeiðum sem verða fyrir einhverjum áhrifum af virkjun og mannvirkjum hennar. Þar að auki var fjallað um það í fjölmiðlum, bæði blöðum og sjónvarpi. Meira að segja Ómar fjallaði ekki um virkjanir í neðri Þjórsá á neikvæðum nótum (það var áður en hann frelsaðist). Þar kom m.a. fram að matið væri í gangi og allar skýrslur væru aðgengilegar á netinu. Það var því hreint ekki torvelt að koma að athugasemdum.
Það heyrist svo ekki píp um þetta í nærri 4 ár, fyrr en ofstækið grípur menn í kjalsogi Ómars. Matið stendur. Sættið ykkur við þetta.
Nafnleynd 19.10.2007 kl. 20:40
Umhverfismatið getur vel hafa verið auglýst. Það er spurning hversu einfalt (eða erfitt) fólki var gert að skrá athugasemdir við því.
Fulltrúar Landsvirkjunar komu seint (en komu þó) til landeigenda allra, og hafa síðan verið með hótanir vilji þeir ekki semja.
Hvers vegna á ég að sætta mig við virkjun beint fyrir framan nefið á mér ef ég vil ekki hafa hana, og engin þörf er á henni? Hvers vegna ertu fylgjandi henni?
Benjamín Plaggenborg, 20.10.2007 kl. 13:58
Það VAR auðvelt að gera athugasemdir. Það kom fram hvert átti að beina þeim. Eina sem þurfti að gera var að setja orð á blað og senda Skipulagsstofnun. Verra var það nú ekki.
Það er alveg ljóst að það verður þörf fyrir meiri raforku í framtíðinni, hvort sem stóriðja, vefþjónabú eða hvað annað verður fyrir valinu. Það er þá betra að velja hagkvæma kosti í fljóti sem þegar hefur verið virkjað og miðlað, frekar en að virkja á svæðum þar sem ekkert hefur verið gert áður. Þar fyrir utan eru áhrif á náttúru lítil í þessum virkjunum. Það sem helst gerist er að þær skerða nokkrar jarðir og/eða hafa áhrif á landgæði. Öll áhrif þarna eru óveruleg. Það má auðveldlega bæta landeigendum skaðann. Spurningin er svo um kröfur landeigendanna.
Nafnleynd 20.10.2007 kl. 14:13
"Það VAR auðvelt að gera athugasemdir."
Eftir því sem ég best veit var eina auglýsingin hér í Skeiða- og Gnúpverjahreppi lítið blað á korktöflu á annari hæð félagsheimilisins. Ég gæti haft rangt fyrir mér, en fólk sem ég þekki og vildi gera athugasemdir missti hreinlega af tækifærinu því það vissi ekki af þeim tímanlega. Það fyrsta sem bóndi hér í nágrenninu vissi af framkvæmdunum var þegar fólk kom sjálfboðið á landið hans og fór að bora til að kanna grunn fyrir brú sem átti að byggja á landinu hans. Flott upplýsingaveita það.
"Það er alveg ljóst að það verður þörf fyrir meiri raforku í framtíðinni, hvort sem stóriðja, vefþjónabú eða hvað annað verður fyrir valinu."
Þá virkjum við í framtíðinni! Við þurfum þess ekki núna. Það er innan við 1% atvinnuleysi. Fólkið sem býr í sveitinni lítur ekki bara á þetta sem "þjóðhagslega hagkvæma" framkvæmd, heldur stóran steinsteypuvegg sem, ef/þegar hann brestur, setur líf þeirra í hættu með því að hella yfir það úr nýja, stóra drullupollinum. Flott eitt fyrir alla aðra en þá sem verða fyrir barðinu á framkvæmdunum.
"Spurningin er svo um kröfur landeigendanna."
Landeigendur eru mótfallnir virkjun. Landsvirkjun hefur hótað þeim með "bráðabirgðaframkvæmdaleyfum" (sem eru ekki til) og eignarnámi (sem ríkisstjórn segir ekki koma til greina). Ef ólöglegum og ósiðlegum samningaaðferðum er beitt til að koma fram samþykki þykir mér það ómerkilegt og ómarktækt.
"Það má auðveldlega bæta landeigendum skaðann."
Peningalegur skaði getur vel verið lítill, nema auðvitað að stíflan bresti, sem Landsvirkjun neitaði áður, en gerir nú lítið úr fyrst það hefur verið staðfest í áhættumati (sem er unnið af fólki hliðhollu framkvæmdinni!)
Mér þykir lítið til þessara röksemda koma, og vil ekki láta smíða hér virkjun fyrir hugsanlega starfsemi einhvern tímann í framtíðinni sem við höfum nóg af nú þegar.
Mér þykir einnig lítið til nafnleyndar þinnar koma, og vil biðja þig að skrifa undir nafni.
Benjamín Plaggenborg, 20.10.2007 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.