22.10.2007 | 23:24
Teppi Landsvirkjunar
"Tíðir smáskjalftar austan við Öskju gætu leitt til eldgoss næsta haust," sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í seinni kvöldfréttum RÚV.
Páll sagði að mögulegt gos yrði Dyngjugos. Það yrði ekki mjög tilkomumikið en langvinnt og gæti varað í marga áratugi eða jafnvel aldir. Hann segir að tengsl séu á milli fyllingar Hálslóns og skjálftanna við Upptyppinga því að skjálftahrinan hafi farið af stað þegar Hálslón við Kárahnjúka tók að fyllast.
Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að nokkur skjálftavirkni hefði verið á tveimur stöðum norðan Vatnajökuls um helgina og í dag en þó enginn stór skjálfti. Skjálftar mældust annars vegar í Herðubreiðartöglum, sem er móbergsstapi norður af Herðubreið, og hins vegar í Upptyppingum, sem eru hluti af Kverkfjallaeldstöðinni. Á síðarnefnda staðnum voru allnokkrar skjálftahrinur í sumar."
Heimild
Ætli Landsvirkjun hafi tekið við ábendingum um þetta fyrirfram? Til dæmis í óháðu jarðfræðiskýrslunni sem var sópað undir teppi? Spurning hversu stór teppi þeir eiga, gæti orðið þéttsetið þar, með öllum skýrslunum, vísindamönnunum og öllu fólkinu sem myndar sér sjálfstæða skoðun.
Páll sagði að mögulegt gos yrði Dyngjugos. Það yrði ekki mjög tilkomumikið en langvinnt og gæti varað í marga áratugi eða jafnvel aldir. Hann segir að tengsl séu á milli fyllingar Hálslóns og skjálftanna við Upptyppinga því að skjálftahrinan hafi farið af stað þegar Hálslón við Kárahnjúka tók að fyllast.
Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að nokkur skjálftavirkni hefði verið á tveimur stöðum norðan Vatnajökuls um helgina og í dag en þó enginn stór skjálfti. Skjálftar mældust annars vegar í Herðubreiðartöglum, sem er móbergsstapi norður af Herðubreið, og hins vegar í Upptyppingum, sem eru hluti af Kverkfjallaeldstöðinni. Á síðarnefnda staðnum voru allnokkrar skjálftahrinur í sumar."
Heimild
Ætli Landsvirkjun hafi tekið við ábendingum um þetta fyrirfram? Til dæmis í óháðu jarðfræðiskýrslunni sem var sópað undir teppi? Spurning hversu stór teppi þeir eiga, gæti orðið þéttsetið þar, með öllum skýrslunum, vísindamönnunum og öllu fólkinu sem myndar sér sjálfstæða skoðun.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.10.2007 kl. 19:03 | Facebook
Athugasemdir
Fyrstu alvarlegu ábendingar komu fram sumarið 2001 eins og ég rek í bloggi mínu sem og feluleikinn sem hafður hefur verið í frammi alla tíð.
Ómar Ragnarsson, 22.10.2007 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.