Teppi Landsvirkjunar

"„Tíðir smáskjalftar austan við Öskju gætu leitt til eldgoss næsta haust," sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í seinni kvöldfréttum RÚV.

Páll sagði að mögulegt gos yrði Dyngjugos. Það yrði ekki mjög tilkomumikið en langvinnt og gæti varað í marga áratugi eða jafnvel aldir. Hann segir að tengsl séu á milli fyllingar Hálslóns og skjálftanna við Upptyppinga því að skjálftahrinan hafi farið af stað þegar Hálslón við Kárahnjúka tók að fyllast.

Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að nokkur skjálftavirkni hefði verið á tveimur stöðum norðan Vatnajökuls um helgina og í dag en þó enginn stór skjálfti. Skjálftar mældust annars vegar í Herðubreiðartöglum, sem er móbergsstapi norður af Herðubreið, og hins vegar í Upptyppingum, sem eru hluti af Kverkfjallaeldstöðinni. Á síðarnefnda staðnum voru allnokkrar skjálftahrinur í sumar.
"

Heimild

Ætli Landsvirkjun hafi tekið við ábendingum um þetta fyrirfram? Til dæmis í óháðu jarðfræðiskýrslunni sem var sópað undir teppi? Spurning hversu stór teppi þeir eiga, gæti orðið þéttsetið þar, með öllum skýrslunum, vísindamönnunum og öllu fólkinu sem myndar sér sjálfstæða skoðun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyrstu alvarlegu ábendingar komu fram sumarið 2001 eins og ég rek í bloggi mínu sem og feluleikinn sem hafður hefur verið í frammi alla tíð. 

Ómar Ragnarsson, 22.10.2007 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband