Hvenær kallast svona spilling?

Á Landsvirkjun að fylgja lögum? Mega sveitarstjórnir ekki byggja ákvarðanir sínar á hugsjónum til framdráttar hagsmunum íbúa hreppa sinna, frekar en gróðafíkn (eða heimsku) Sjálfstæðisflokksins?

Ef þessi ákvörðun er byggð á "umhverfismatinu" og "áhættumatinu", sem bæði eru framkvæmd af Landsvirkjun, er lítið haldbært "frelsi" eða "lýðræði" á Íslandi.


mbl.is Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkir að auglýsa Urriðafossvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Góðir punktar! En hvað varð um hugsjónir sveitarstjórnarinnar frá því í vor?

Valgerður Halldórsdóttir, 15.11.2007 kl. 13:37

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fyrir nokkrum árum var aðal málið hjá umhverfissamtökum að framkvæmdir væru settar í umhverfismat. Nú er aðal málið að gera umhverfismöt tortryggileg og bendla þau við spillingu.

Er ekki rétt að kynna sér lög um umhverfismat og í hvaða ferli þau eru sett áður en notast er við svona áróðursaðferðir? Skoðið:

 http://www.eldhorn.is/hjorleifur/vett2007/Log_um_umhverfismat_%20aaetlana.pdf 

Í lögunum segir m.a.

Hlutverk Skipulagsstofnunar samkvæmt lögum þessum er:

a. að veita og gefa út leiðbeiningar um umhverfismat áætlana, umfang og nákvæmni

upplýsinga í umhverfisskýrslu og taka ákvörðun um hvort áætlun skuli háð ákvæðum

laga þessara um umhverfismat áætlana þegar vafi leikur á því,

b. að fylgjast með framkvæmd umhverfismats áætlana og taka saman skýrslu um

framkvæmdina til umhverfisráðherra á fimm ára fresti með það að markmiði að tryggja

gæði umhverfismats.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2007 kl. 14:26

3 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

Gunnar, ég veit að þú fyrirlítur umhverfisverndarsinna. Sem betur fer fyrir þig er ég ekki slíkur. Ég er einfaldlega rökhyggjumaður, og það stenst ekki að treysta beri hagsmunaaðila fyrir "hlutlausu" mati á framkvæmdum, og svo skaltu ekki segja mér að málið í Flóahreppi sé ekki hreinasta svívirða og spilling.

Benjamín Plaggenborg, 15.11.2007 kl. 14:53

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er alls ekki rétt hjá þér Benjamín að ég fyrirlíti umhverfissinna, en ég fyrirlít sumar þær aðferða sem ég hef séð beitt í áróðursstríði þeirra. Ég tel sjálfan mig og raunar næstum alla menn umhverfissinna.

í lögum um umhverfismat segir:

 [i. ]1) Matsskýrsla: [Skýrsla framkvæmdaraðila um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar og starfsemi sem henni fylgir ásamt tillögum um mótvægisaðgerðir eftir því sem við á.]1) Framkvæmdaraðili ber ábyrgð á gerð matsskýrslu.

Lög um umhverfismat HÉR

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2007 kl. 16:15

5 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

Hversu eðlilegt sem löggjafanum þykir þetta má vel benda á að málið vekur í minnsta lagi grunsemdir. Til dæmis hafnaði Landsvirkjun boði Walters Schmidt í Skálmholtshrauni um óháðar jarðfræðirannsóknir. Ég treysti Landsvirkjun ekki fyrir framkvæmdinni, og ég skil ekki efaleysi þitt varðandi réttmæti framkvæmdarinnar. Þú getur lesið þér til um mína hlið málsins hér, hér og hér.

Benjamín Plaggenborg, 15.11.2007 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband