Færsluflokkur: Bloggar

Sigur!

Áfangasigur í baráttunni gegn virkjunum í Þjórsá!
Nánar hér
mbl.is Þjórsársamningur án lagastoðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nánari upplýsingar...

Til að slíkt verði að veruleika er gott að vita hvaða tölur eru á sveimi núna. Nýjustu tölur Hagstofu um losun koltvíildis, sem telur þriðjung allrar losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, eru frá 2005 og spanna aftur til 1990. Stærsti staki liðurinn 1990 var eldsneytisbrennsla fiskiiðnaðsins, 655,000 tonn á ári. Vegasamgöngur skiluðu 509,000 tonnum og málmiðnaður (járnblendiverksmiðja og álver, að mér vitandi) 340,000 tonnum.

Árið 2005 hafði útblástur koltvíildis dregist saman hjá fiskvinnslunni einni, en aukist um 23% hjá vegasamgöngum og um 132% hjá málmiðnaðinum, sem nú trónir yfir öðrum með útblástur upp á 791,000 tonn á ári.

Hvaða liðir eru nauðsynlegastir þjóðfélaginu?

Heimild 


mbl.is Markmið í loftslagsmálum kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig punkt?

Vissulega má segja að lokapunktur hafi verið settur við deilurnar um hvort byggja eigi virkjunina: hún hefur nú verið byggð. Það má hins vegar endalaus deila hvort þetta hafi verið réttmæt aðgerð, og sams konar punkt er ekki hægt að setja við þær deilur, hvorki nú né síðar.
mbl.is Kárahnjúkavirkjun gangsett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona á Ísland?

Ég vil ekki móta mér skoðun að óígrunduðu máli, en þetta vekur mig til umhugsunar hvort Ísland verði öruggara þegar íslenska lögreglan ræður yfir tækjum á borð við þetta. Verður hún "skjótari að skjóta" ef hún hefur svona "skaðlaust" vopn við hendurnar?
mbl.is Maður lést í Kanada þegar lögreglumenn skutu hann með rafstuðbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær kallast svona spilling?

Á Landsvirkjun að fylgja lögum? Mega sveitarstjórnir ekki byggja ákvarðanir sínar á hugsjónum til framdráttar hagsmunum íbúa hreppa sinna, frekar en gróðafíkn (eða heimsku) Sjálfstæðisflokksins?

Ef þessi ákvörðun er byggð á "umhverfismatinu" og "áhættumatinu", sem bæði eru framkvæmd af Landsvirkjun, er lítið haldbært "frelsi" eða "lýðræði" á Íslandi.


mbl.is Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkir að auglýsa Urriðafossvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ímyndunarafl

Og hver segir að þetta séu allt útlendingar?
mbl.is Níðstöng reis á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ódýr brella

Endalaust þarf að hamra á þessu: það skiptir ekki bara máli hvert þessi orka fer, heldur hvaðan hún kemur. Það er mikill stuðningur við netþjónabú á Íslandi, og ekki skrýtið að Landsvirkjun beini athyglinni að einhverju þessu líku þegar mótstaðan við virkjanir í Þjórsá fer að gera vart við sig. Þeir sem voru á móti virkjun fyrir þurfa ekki að skipta um skoðun vegna nýs kaupanda. Röksemdirnar gegn virkjunum eru enn til staðar, og engu ógildari en áður.


mbl.is Markmiðið að bæta efnahag Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fólk gengið af göflunum?

Ekki má Steingrímur fyrr segja eitthvað en orrahríðin dunir á honum, hann vændur um að taka "allt úr samhengi og mótmælt öllum góðum hlutum og framförum, án þess að skoða hlutina í samhengi," og að "við hjá VG viljum ... að Íslendingar virki ekki neitt, þó svo við höfum möguleika á því." Líklega er þar vitnað í andstöðu hans við áframhaldandi virkjun Þjórsár, sem ég gerði skil í þessari grein.

Eins og margir skynugir menn vita eru eftirfarandi hlutir staðreyndir:

1. Á Íslandi er ekki teljandi atvinnuleysi.
2. Á Íslandi hefur raforkuþörf almennings verið sinnt margfalt.
3. Íslendingar selja raforku sína á lágu verði til erlendra, mengandi fyrirtækja og þau búa við afar ódýra kosti.
4.  Óþörf, mengandi fyrirtæki eru LESTIR, ekki "þjóðhagslega hagkvæm".

Þetta bendir til að eini aðilinn sem er skammsýnn og vitlaus þegar kemur að nýtingu orku eru stjórnvöld. Ásakanir á hendur Vinstri-Grænum og Steingrími J. Sigfússyni líkjast helst nornaveiðum, en þar tíðkaðist að drepa nornir sem börn sögðu til, oft að undirlagi fullorðinna. Þar sem "nornir" eru nú ekki brenndar á báli, heldur lifa af atlögurnar, eru þær enn tilvalin skotmörk fyrir áframhaldandi skoltaskelli og barnalegheit. Hver sem benti á Vinstri-Græn eða Steingrím í fyrsta skipti, Sjálfstæðismaður eða Spaugstofan, þið sem enn eruð að eltast við "barnið" getið nú brotið upp vítahringinn og fara að líta í eigin barm.


mbl.is Steingrímur: Verðum að skoða loftslagsmálin í heildarsamhengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kverkatak Landsvirkjunar

Landsvirkjun hefur farið mikinn upp á síðkastið. Íðilfundir með meirihlutum sveitastjórna, leynilegar samningagerðir við ríkisstjórn og kynningarferðir með nefndum af Alþingi. Það kemur ekki á óvart, enda ætla forsvarsmenn Landsvirkjunar að hefja smíði þriggja virkjana í Neðri-Þjórsá innan fimm mánaða. Í slíkum asa ber við að atriði eins og stjórnarskrá lýðveldisins gleymist.

Samningaumleitanir við landeigendur hafa mikið til gengið illa. Þeim landeigendum sem sérstaklega harðir eru í horn að taka hefur verið ógnað með því að Landsvirkjun muni, ef þeir hætti ekki andstöðu sinni, fá "bráðabirgðaframkvæmdaleyfi" (sem er ekki til) og hefja framkvæmdir á landi sem hvorki hefur verið samið um né tekið eignarnámi.
Og Landsvirkjun hefur ás í erminni. Þegar minnst er á eignarnám segja talsmenn hennar að það muni í raun ekki eiga sér stað, enda séu landeigendurnir ekki með vatnsréttindi lands síns. Leyndarmálið er að Landsvirkjun hefur þau.
En bíðum nú við, fékk ríkið þau ekki fyrir hálfri öld síðan?

Tveimur dögum fyrir Alþingiskosningarnar 2007 samþykktu fyrir hönd íslenska ríkisins og íslensku þjóðarinnar Árni M. Mathisen, Guðni Ágústsson og Jón Sigurðsson, og fyrir hönd Landsvirkjunar Friðrik Sophusson, fjarri kastljósi fjölmiðla eða Alþingis, að Landsvirkjun skyldi fá vatnsréttindin af bökum Þjórsár að láni í 10 ár.
En hví liggur Landsvirkjun þá svo mikið á að ljúka þessu af?

Stóriðjustjórn Sjálfstæðisflokksins stendur höllum fæti og endurtekin misferli og ólukkulegar starfsaðferðir við Kárahnjúka hafa valdið því að stuðningur við áframhaldandi brölt Landsvirkjunar fer þverrandi, hvað þá við þrjár virkjanir á byggðu jarðskjálftasvæði. Tveir þriðju svarenda nýlegrar könnunar visir.is lýstu sig mótfallna virkjanaáformunum. Þar að auki er enginn ákveðinn kaupandi að orkunni, atvinnuleysi á Íslandi er innan við 1% og raforkuþörf almennings hefur verið sinnt 2-4falt. Og eins og það væri ekki nóg hefur meira framboð raforku ekki skilað sér í lægra raforkuverði, þvert á móti.

Svo ég spyr, hvaða ástæðu hefur þriðjungur þjóðarinnar fyrir virkjun?

10 leiðir til að tortíma jörðu

http://www.livescience.com/technology/destroy_earth_mp-1.html

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband