Færsluflokkur: Bloggar
11.10.2007 | 19:04
Með mykju á mjóbakinu
"Leitun að spilltari og siðlausari stjórnmálamanni en Birni Inga"
"Björn Ingi kom fram af óheilindum"
"Dapurleg og vond tíðindi fyrir Reykjavík"
Og að lokum ein sem er ekki tilvitnun, heldur fyrirsögn greinar sem enginn hefur lagt nafn sitt við:
"Svona sneri Björn Ingi á sjálfstæðismenn"
Fyrirsagnir á visir.is segja meira en þúsund réttarhöld.
365 miðlar dæmdir til að greiða miskabætur vegna frétta í DV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2007 | 17:49
Hundurinn grafinn í kúnni
Það er út af þessu sem íslam á í stríði við hinn vestræna heim. Þeirra gildi samrýmast ekki okkar athöfnum (sem við framkvæmum með tilliti til eigin gilda) og því vilja þeir refsa okkur eftir þeirra löggjöf. Þá er bara spurningin, hvað eigum við að gera til að benda þeim á sjálfstæði okkar, tjáningarfrelsi og hlutleysi frá öðrum trúarbrögðum?
Teikna mynd af spámanninum þeirra?
Hótar að hálshöggva Britney og Madonnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 15:28
Fyrsta skiptið?
Led Zeppelin kemur fram á tónleikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.9.2007 | 17:57
Google W.A. skráir persónuupplýsingar
Þeir sem fylgjast vel með útgáfu Google á forritum hafa heyrt um og jafnvel sett upp Google Web Accelerator, sem vistar síður sem þú heimsækir svo þær verði sóttar hraðar næst þegar þú heimsækir þær. Það væri allt í lagi, ef Google hefði ekki nýlega verið gagnrýnt harðlega vegna söfnunar á persónuupplýsingum: og viti menn, þegar þú setur upp Web Accelerator kemur fram eftirfarandi:
Google Web Accelerator sends requests for web pages, except for secure web pages (HTTPS), to Google, which logs these requests. Some web pages may embed personal information in these page requests.
Í stuttu máli sagt: þegar þú ferð á einhverja síðu með Google Web Accelerator uppsettan er hún skráð ásamt persónuupplýsingum sem kynnu að vera sendar með henni, hjá Google.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2007 | 00:20
Fyrsta hæð?
Bassaleikari Supergrass gekk út um glugga í svefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.8.2007 | 19:47
Venjulegar uppsagnir
Vonbrigði að verkefnastaða sé ekki betri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2007 | 19:30
Útlendingavæðing?
Icelandair segir upp tugum flugmanna og flugfreyja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2007 | 19:26
Vekur spurningar
Er þetta svona á Íslandi líka?
Forstjóri Landsvirkjunar var allt til 1999 í lykilstöðu í Sjálfstæðisflokknum, og hafði verið lengi. Í vor, örstuttu fyrir kosningar, gaf Sjálfstæðisflokkurinn Landsvirkjun vatnsréttindi við Þjórsá, sem ríkið hafði keypt af Fossafélaginu Títan 80 árum áður, án þess að bera það undir Alþingi.
Eru virkjanirnar í Þjórsá, sem Sjálfstæðisflokkurinn styður svo dyggilega (en hljóðlega), nokkuð annað en vinagreiði?
Røkke á bak við lás og slá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2007 | 21:11
Hvernig?
Hvernig gat þetta mögulega gerst?
Í fyrsta lagi þykir mér ótrúlegt að vagninn hafi sveiflast svo mikið að hann hafi hreinlega slengst utan í hinn svo að hurðin opnaðist og fjölskyldan datt út. Og jafnvel þótt það hefði gerst þá eru hurðir á parísarhjólsvögnum (eða -klefum eins og ætti að kalla þá, þar sem vagnar eru á hjólum) á hliðum þeirra, sem er eðlilegt ef maður veltir fyrir sér hvernig fólk gengur í þá og úr þeim. Af myndinni sem með fréttinni fylgir má þó draga þá ályktun að báðar þessar einkar ólíklegu aðstæður hafi átt sér stað á sama tíma, hversu vitlaust sem það kann að hljóma.
Það er einmitt í svona fréttum þegar mér finnst vanta smáatriðin. Hvernig þeir "rákust saman" er að mínu mati vafið meiri dulúð en sú staðreynd að þeir sem í vagninum voru hafi dáið við það að detta úr honum.
Svo má einnig benda á að hvergi er tekið fram að fjölskyldan hafi verið öðrum vagnanna sem lentu í árekstrinum.
Fimm létust er þeir féllu úr parísarhjóli í S-Kóreu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.8.2007 | 14:43
Er hægt að gera mig að stjörnu?
Það sem fram kemur í þessari frétt er lýsandi dæmi um markaðinn í dag. Simon "hætti við að gera hana að söngstjörnu". Er það þá ekki þannig að fólk ráði hvað það hlustar á? Ákveður Simon Cowell hvað mér finnst skemmtilegt?
Miðlar á við FM957 eru þekktir fyrir "playlista", þar sem um 40 lög eru sett á lista og spiluð daginn inn og daginn út. Að hlusta á slíkar útvarpsstöðvar er það sem mér finnst jaðra við heilaþvott, þar sem enginn ákveður hvað hann hlustar á, dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar ræður hvað er "inni" og hvað "úti" og ákvarðar þannig hvaða tónlist hlustendur mega heyra. Ef vald Simon Cowell er svo mikið að hann geti ráðið vinsældum og smekk fólks lifum við í meiri forræðishyggju en mig hefði nokkurn tímann grunað.
Simon Cowell sveik sex ára gamla stúlku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)